Fyrirtækið

Vinnupallar ehf sérhæfir sig í leigu og sölu á vörum og búnaði sem snýr að vinnustaðaöryggi á byggingarsvæðum. Í upphafi var aðal áhersla lögð á Plettac vinnupalla og Protekt fallvarnabúnað.
Plettac kerfið er eitt mest notaða pallakerfi í Evrópu enda mjög fjölbreytt, vandað og öruggt kerfi. Við teljum að Plettac kerfið eigi fullt erindi á íslenskan byggingarvörumarkað sér í lagi þar sem Vinnupallar ehf, hafa náð góðum samningum við framleiðendur og geta því boðið Plettac palla á hagstæðu verði. Starfsmenn vinnupalla hafa sérþekkingu á uppsetningu Plettac vinnupalla og hafa setið námskeið hjá framleiðanda þar að lútandi.

Vinnupallar ehf hafa jafnt og þétt verið að bæta í vöruframboðið  og við lítum svo á að hlutverk Vinnupalla ehf sé að að bjóða hágæða öryggisbúnað fyrir byggingariðnaðinn á hagstæðu verði. Við munum halda áfram á sömu braut og efla vöruframboð í öryggismálum og vinnuvernd á Íslandi.

Add Your Heading Text Here