Skilmálar

Skilmálar á mannamáli
Formlegir, lagalegir skilmálar eru neðar á síðunni.

Afgreiðsla vörukaupa:

Pantanir eru afgreiddar á næsta virka dag. Stærri og flóknari pantanir geta tekið allt að viku í afgreiðslu, fer eftir umfangi. Í einstaka tilfellum getur komið í ljós að vara er uppseld. Ef ekki er hægt að tryggja afgreiðslu á tíma sem viðskiptavinur sættir sig við þá er viðskiptavini boðið að breyta yfir í aðra vöru eða fá vöruna endurgreidda. Allar vörur eru sendar með skutlþjónustu innanbæjar og Flytjanda út á land, nema annars sé sérstaklega óskað. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði og greiðir viðtakandi burðargjald samkvæmt gildandi verðskrá flutningsaðilla.

Greiðslur:

Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslusíðu og geymum við ekki kortanúmer greiðanda. Millifærslur eru ekki í boði í vefverslun, Hringdu í okkur í síma 787-9933 ef þú þarft að greiða með millifærslu. Sé vara sótt er hægt að óska eftir því að staðgreiða vöruna.

Skilafrestur:

Öllum vörum er hægt að skila og fá inneignarnótu eða skipta í aðra. Varan þarf að vera ónotuð og í söluhæfu ástandi, helst í upprunalegum pakkningum. Skilafrestur er mismunandi eftir vörum, þar sem sumar vörur eru með líftíma. Hafi verið greitt með kreditkorti er endurgreiðsla lögð aftur inná sama kort.

Persónuvernd:

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Seljandi áskilur sér rétt til að senda einstaka sinnum tilboð eða nýjungar í tölvupósti og mun þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. netfang.

Úrlausn vafamála

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.

Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á vpallar@vpallar.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig leitað til okkar í verslun eða einfaldlega hringt í 787 9933 og við kappkostum að leysa málið.

Annað:

Vinnupallar ehf taka ekki ábyrgð á röngum verðum eða ritvillum sem kunna að vera inná síðunni. Vinnupallar ehf áskilja sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt.


Leiguskilmálar Vinnupalla ehf

  1. Leigusali hefur afhent leigutaka leiguefni á samkvæmt samningi þessum ásamt fylgihlutum í fullkomnu lagi, sem leigutaki hefur kynnt sér. Leigutaki hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð leiguefnis. Leigutaki skal sjá um allan rekstur leiguefnis á meðan hann hefur það á leigu, s.s. þrif á þeim og fylgihlutum o.þ.h. Að öðrum kosti sæta viðhalds- og/eða þrifagjaldi.
  2. Lágmarksleiga er 5.000 kr
  3. Leigutaki ber fulla ábyrgð ef leiguefni tapast, eða því er stolið eða tjón verður á meðan leiguefni er í hans vörslu. Ber leigutaka að greiða að fullu andvirði leiguefnisins, auk leigu til þess tíma að uppgjör hefur farið fram.
  4. Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmda er kunna að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á leiguefninu né fylgihlutum þess. Sama gildir um vinnustöðvun sem orsakast vegna tjóns á leiguefni.
  5. Leigugjald reiknast frá þeim tíma er leiguefnið er afhent og til þess tíma er því er skilað og er reikningur bókaður sem fyrst eftir skiladag.
  6. Ef um langtímaleigu er að ræða, getur leigusali krafist leigugreiðslna viku- eða mánaðarlega samkvæmt reikningi. Ef reikningur er ekki greiddur 10 dögum eftir útgáfu reiknast hæstu lögleyfðir dráttarvextir. Sé reikningur ekki greiddur að fullu fyrir næstu mánaðarmót er leigusala heimilt að sækja hið leigða efni án fyrirvara og á kostnað leigutaka.
  7. Leiga getur breyst samkvæmt gjaldskrá á útleigutímabilinu. Leigusali áskilur sér rétt til að reikna leigu samkvæmt nýrri gjaldskrá er hún hefur tekið gildi.
  8. Leigutaka er óheimilt að lána eða framleigja þau leiguefni er hann hefur á leigu nema með skriflegu samþykki leigusala.
  9. Leigutaki greiðir allan kostnað af flutningi leiguefnis. Allt leiguefni er afhent leigutaka á lóð Vinnupalla ehf og skal skilað þangað að leigu lokinni.
  10. Leigusali hefur rétt til hvenær sem honum þóknast að skoða ástand leiguefnis.
  11. Ef leigutaki stendur ekki skil á leigugreiðslum eða brýtur í bága við leigusamning þennan, getur leigusali sótt hið leigða til leigutaka á kostnað hans fyrirvaralaust. Leigusali getur fengið til liðs við sig viðkomandi sýslumann eða lögreglu til að framfylgja endurheimt á leiguefni. Leigutaki ber allan kostnað af þessum aðgerðum.
  12. Einungis er um eftirfarandi leiguform að ræða: a. Innáborgun fyrirfram + uppgjör mánaðarlega með 10 daga greiðslufresti, b. Útfylltur tryggingavíxill eða sjálfsskuldarábyrgð (sjá hér að neðan).
  13. Hið leigða efni telst ekki fullnægjandi skilað nema starfsmenn Vinnupalla ehf hafi kvittað fyrir móttöku á hinu leigða efni.
  14. Leigutaka er skylt að setja upp auglýsingaskilti á vinnupallana ef leigusali æskir þess.
  15. Við uppsetningu á vinnupöllum skal fylgja reglu Vinnueftirlits ríkisins um vinnupalla og leiðbeiningum framleiðanda.
  16. Með samþykki leigusamnings þessa tekur sá er undir það ritar, jafnframt á sig sjálfskuldarábyrgð varðandi viðskiptin.

 

Söluskilmálar Vinnupalla ehf

   1. Vinnupallar hafa afhent kaupanda vörur ásamt fylgihlutum samkvæmt reikning í fullkomnu lagi, sem kaupandi hefur kynnt sér. Kaupandi hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð efnis.
   2. Kaupandi ber fulla ábyrgð á vörunni eftir afhendingu, en telst ekki eigandi fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist.
   3. Ef vara tapast, er stolið eða tjón verður á vöru áður en fullnaðargreiðsla hefur átt sér stað ber kaupanda engu að síður að greiða að fullu andvirði vörunnar.
   4. Seljandi er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmda er kunna að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á vörunni né fylgihlutum hennar. Sama gildir um vinnustöðvun sem orsakast vegna tjóns á ógreiddir eða greiddri vöru.
   5. Ef reikningur er ekki greiddur 10 dögum eftir útgáfu reiknast hæstu lögleyfðir dráttarvextir. Sé reikningur ekki greiddur að fullu fyrir næstu mánaðarmót er seljanda heimilt að sækja hið selda án fyrirvara og á kostnað kaupanda.
   6. Söluverð getur breyst án fyrirvara. Seljandi áskilur sér rétt til að gjaldfæra ósótta vöru samkvæmt nýrri gjaldskrá er hún hefur tekið gildi. Seljandi áskilur sér rétt til að rifta kaupum ef verðupplýsingar reynast rangar.
   7. Kaupanda er óheimilt að lána, leigja eða selja ógreidda vöru nema með skriflegu samþykki kaupanda.
   8. Kaupandi greiðir allan kostnað af flutningi vöru. Allar vörur eru afhentar á lóð Vinnupalla ehf.
   9. Ef kaupandi stendur ekki skil á greiðslum eða brýtur í bága við ákvæði samnings þessa, getur seljandi sótt hið keypta efni fyrirvaralaust. Seljandi getur fengið til liðs við sig viðkomandi sýslumann eða lögreglu til að framfylgja endurheimt á ógreiddu efni. Kaupandi ber allan kostnað af þessum aðgerðum.
   10. Einungis er um eftirfarandi greiðslufyrirkomulag að ræða: a. Staðgreiðsla b. uppgjör mánaðarlega með 10 daga greiðslufresti.
   11. Keyptum vörum telst ekki fullnægjandi skilað nema starfsmenn Vinnupalla ehf hafi staðfest að vara sé í söluhæfu ástandi við skil.
   12. Seljandi getur krafið kaupanda um leigugjald sé vöru ekki skilað í sama ástandi og hún var afhent.
   13. Við uppsetningu á vinnupöllum skal fylgja reglu Vinnueftirlits ríkisins um vinnupalla og leiðbeiningum framleiðanda.
   14. Með samþykki sölusamnings þessa tekur sá er undir það ritar, jafnframt á sig sjálfskuldarábyrgð varðandi viðskiptin.

Add Your Heading Text Here