Þjónusta

Vinnupallar ehf bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir ýmsar framkvæmdir. Eitt af okkar hlutverkum er að bjóða til sölu og leigu Plettac vinnupalla. Plettac vinnupallar er upprunalega þýskt rörapalla-kerfi hannað með mikinn fjölbreytileika í boði hvað varðar uppsetningu á pöllunum, í dag er kerfið eitt vinsælasta vinnupalla – kerfi í Evrópu.

Hugsunin við kerfið er að bjóða ýmsar lausnir innan kerfis til að mæta fjölbreytileika verkefna. Slíkir möguleikar bætir öryggi pallana og gerir það að verkum að þægilegar verður að ganga um þá. Við eigum flest alla fylgihluti kerfisins og getum því boðið okkar viðskiptavinum að full nýta möguleika kerfisins.

Öryggi pallana er í algerum forgangi bæði hvað varðar hönnun þeirra og hvernig við viljum kynna og nota þá. Við bjóðum heildar lausnir, komum með vinnupalla, setjum þá upp og tökum niður allt eftir þínum óskum. Vinnupallar bjóða einnig til leigu og sölu ýmis tæki til framkvæmda. Svo sem öfluga olíu hitablásaraháþrýstidælurvatn og ryksugur. Við eigum einnig mjög gott úrval af ál hjólapöllum sem hægt er að fá í mörgum útfærslum bæði til sölu og leigu.

Við hjá Vinnupöllum ehf höfum sérhæft okkur í ráðgjöf og sölu á fallvarnarbúnaði. Við eigum mikið úrval af fallvarnarbúnaði, svo sem beltumblökkum og línum í mörgum útfærslum. Við höfum farið á ýmis námskeið varðandi fallvarnir hérlendis og erlendis hjá okkar birgja og höfum réttindi til að þjónusta allan okkar búnað. Þegar unnið er í hæð er alltaf ákveðni hætta á ferð sem meðal annars felst í því að verkfæri geta falli niður og valdi tjóni og slysum.

Við höfum tekið til sölu vörulínu frá Ergodyne sem tekur á þess konar hættu. Ergodyne hefur þróað ýmsar vörur sem gera fólki kleift að festa verkfæri við sig eða festipunkta án þess að festibúnaðurinn þvælist mikið fyrir.

Við leggjum mjög mikla áherslu á persónulega lausnamiðaða þjónustu. Við kennum viðskiptavinum á vörurnar okkar og viljum styðja við og auka þekking 
þeirra á öryggismenningu í byggingariðnaði.

Vinnupallar munu alltaf bjóða góð sanngjörn verð með langtíma viðskiptasamband í huga

Uppsetning

Afhendum palla á verkstað, setjum þá upp og tökum niður sé þess óskað

Ráðgjöf

Við ráðleggjum hvaða pöllum er best að stilla upp og hvernig

Úttektir

Við tökum út og yfirförum fallvarnir frá Protekt

Leigja eða kaupa

Við leigjum og seljum vinnupalla og fleiri vörur tengdar öryggismálum og vinnuvernd

Add Your Heading Text Here